Saga okkar
Á tíunda áratugnum þurfti Ali Giray, kúrdískur flóttamaður sem flutti frá Tyrklandi til Finnlands, að túlka fyrir foreldra sína, vini og jafnvel ókunnuga, þrátt fyrir að vera aðeins barn. Þannig upplifði hann það af eigin raun hversu flókið daglegt líf getur orðið þegar fólk talar ekki sama tungumál.
Ali sá því fljótt þörfina fyrir bætt aðgengi að túlkaþjónustu í Finnlandi. Eftir að hafa kynnst Heikki Vepsäläinen, sem hafði bakgrunn í hugbúnaðarþróun, ákváðu þeir tveir að stofna Youpret, þar sem Heikki gegnir nú stöðu forstjóra og tæknistjóra. Teemu Purmonen bættist síðan við og kom með víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu í Finnlandi.
Youpret hefur umbreytt túlkalandslaginu í Finnlandi – og býður íslenskum stofnunum og fyrirtækjum nú upp á sömu lausnir í túlkaþjónustu. Nú geta viðskiptavinir á Íslandi því fundið og pantað túlka á auðveldan og fljótlegan hátt, fengið ítarlegt yfirlit yfir þjónustu sem þeir hafa pantað og, stjörnumerkt sína eftirlætistúlka, hvar sem þeir eru á landinu.
Frá upphafi hefur markmið Youpret verið að vera sanngjarn þjónustuveitandi þegar kemur að tungumálaþjónustu. Við viljum vaxa á ábyrgan hátt, og B Corp-vottunin sem Youpret Finland hefur hlotið sýnir að við erum svo sannarlega á réttri leið til að ná því markmiði.