Youpret – þar sem tungumál er ekki hindrun í samskiptum

Youpret er brautryðjandi þegar kemur að túlkaþjónustu og er leiðandi í tækniþróun og sjálfbærum verkferlum. Við höfum þróað Youpret-appið, sem tengir saman viðskiptavini og túlka og gerir túlkaþjónustu þannig aðgengilega öllum á einfaldan og skilvirkan hátt.

Appið okkar er nútímaleg og gagnvirk lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir. Það sinnir yfir 1.000 túlkaverkum á dag í Finnlandi – og nú er þjónustan einnig í boði fyrir íslenska viðskiptavini.

Viðskiptavinir Youpret

Viðskiptavinir Youpret eru meðal annars borgir og sveitarfélög, ríkisstofnanir, aðilar á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu, móttökumiðstöðvar og margvísleg fyrirtæki.


Viðskiptavinir okkar eru sérstaklega ánægðir með gott aðgengi að túlkum og skjóta staðfestingu bókana, fjölbreytt úrval tungumála, notendavænt forritið okkar og aðgengilegt þjónustuver. Í nýjustu könnun meðal viðskiptavina okkar var Net Promoter Score (NPS) viðskiptavina okkar +77, sem er frábær árangur. (kvarði: -100 til +100)


Short story image

Saga okkar

Short story image

Á tíunda áratugnum þurfti Ali Giray, kúrdískur flóttamaður sem flutti frá Tyrklandi til Finnlands, að túlka fyrir foreldra sína, vini og jafnvel ókunnuga, þrátt fyrir að vera aðeins barn. Þannig upplifði hann það af eigin raun hversu flókið daglegt líf getur orðið þegar fólk talar ekki sama tungumál.

Ali sá því fljótt þörfina fyrir bætt aðgengi að túlkaþjónustu í Finnlandi. Eftir að hafa kynnst Heikki Vepsäläinen, sem hafði bakgrunn í hugbúnaðarþróun, ákváðu þeir tveir að stofna Youpret, þar sem Heikki gegnir nú stöðu forstjóra og tæknistjóra. Teemu Purmonen bættist síðan við og kom með víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu í Finnlandi.

Youpret hefur umbreytt túlkalandslaginu í Finnlandi – og býður íslenskum stofnunum og fyrirtækjum nú upp á sömu lausnir í túlkaþjónustu. Nú geta viðskiptavinir á Íslandi því fundið og pantað túlka á auðveldan og fljótlegan hátt, fengið ítarlegt yfirlit yfir þjónustu sem þeir hafa pantað og, stjörnumerkt sína eftirlætistúlka, hvar sem þeir eru á landinu.

Frá upphafi hefur markmið Youpret verið að vera sanngjarn þjónustuveitandi þegar kemur að tungumálaþjónustu. Við viljum vaxa á ábyrgan hátt, og B Corp-vottunin sem Youpret Finland hefur hlotið sýnir að við erum svo sannarlega á réttri leið til að ná því markmiði.

Youpret – við tölum sama tungumál

Pantaðu túlka- eða þýðingaþjónustu frá Youpret

Youpret býður bæði fjar- og staðtúlkun eftir bókun, auk skynditúlkunar á vinsælustu tungumálunum. Prófaðu einfalda og hagkvæma þjónustu okkar í dag! Við bjóðum einnig upp á hágæða og örugga þýðingaþjónustu.